Hátt settir aðilar innan Breska Í­halds­flokksins segja það tíma­spurs­mál um hve­nær kosið verði um van­trausts­til­lögu gegn Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands og leið­toga Í­halds­flokksins. BBC greinir frá þessu.

Kallað hefur verið eftir af­sögn John­son eftir að hann var sektaður fyrir að hafa brotið sótt­varnar­reglur. John­son var við­staddur veislur á meðan sam­komu­tak­markanir voru í gildi í Bret­landi.

John­son hefur þó svarað þessu og segist vera viss um að hann verði enn þá í em­bætti þegar fer að hausta.

Nefnd á vegum Breska þingsins rann­sakar John­son, sú nefnd var stofnuð á á fimmtu­daginn.

Lög­reglan í Bret­landi hefur til rann­sóknar 12 brot sem voru fram­kvæmd í sam­komu­banninu, tvær sam­komur, auk þeirrar sem hann fékk sekt fyrir, á hann að hafa verið við­staddur svo John­son gæti átt von á fleiri sektum.

John­son hefur verið hvattur til þess að segja af sér en hefur ekki haggast. Kosningar sem fara fram í maí gætu þó orðið honum að falli. Þá fara fram borgar­stjórnar­kosningar víða um Bret­land. Þing­menn Í­halds­flokksins hafa sagt að ef flokknum gengur illa í þeim, á John­son ekki langa tíð eftir í for­manns­stól.