Breski for­sætis­ráð­herrann Boris John­son lætur engan bil­bug á sér finna þrátt fyrir að kröfur um af­sögn hans verði sí­fellt há­værari eftir að í ljós kom að hann hafði sótt teiti í Downing­stræti 10 er sam­komu­tak­markanir vegna Co­vid-19 voru með harðasta móti. Var sam­kvæmið brot á þeim reglum.

Nú segir hann að enginn hefði varað sig við því að teitið værið brot á reglum sem hans eigin stjórn setti. „Enginn varaði mig við að þetta mætti ekki. Ég hefði munað það“, hefur BBC eftir for­sætis­ráð­herranum.

Dominic Cummings, fyrr­verandi ráð­gjafi hans og náinn banda­maður sem nú hefur snúið baki við honum, segist sannar­lega hafa varað John­son við. Ráð­gjafinn segir John­son kominn að enda­lokum for­sætis­ráð­herra­tíðar sinnar og skýringarnar ekki trúan­legar.

Von er á skýrslu um upp­á­komuna frá hátt­settum em­bættis­manni og segir hann að bíða eigi niður­stöðu hennar áður en lengra er haldið.

Í fyrra, rétt fyrir jarða­för Filippusar drottningar­manns, var John­son í svipuðum sporum vegna gleð­skapar í Downing­stræti 10 og fór til Elísa­betar drottningar og baðst af­sökunar á fram­ferði starfs­manna sinna.