Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands er kominn á gjör­gæslu á spítala í Lundunum. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Fyrir 10 dögum síðan var greint frá því að Johnson væri með COVID-19 og væri með væg einkenni. Í dag sagði talsmaður forsætisráðherrans að einkenni hans væri viðvarandi. John­son hefur beðið utan­ríkis­ráð­herra Bret­lands, Dominic Raab, um að ganga í sinn stað þegar „þörf er á.“

John­son sem er 55 ára var lagður inn á gjör­gæslu St. Thomas spítalans í London vegna þess að ein­kenni hans voru við­varandi. Tals­maður for­sætis­ráðu­neytisins segir að John­son hafi verið færður á spítala á sunnu­dags­kvöldið sam­kvæmt læknis­ráði.

Líðan hans versnaði hins vegar í dag og var á­kveðið að færa hann á gjör­gæslu seinni­part dags. Í til­kynningu frá for­sætis­ráðu­neytinu segir að John­son sé að fá frá­bæra þjónustu á spítalanum og hann þakkar jafn­framt öllu heil­brigðis­starfs­fólki fyrir þann metnað og dugnað sem þau sýna.

Fréttin hefur verður upp­færð.