Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands er ekki lengur á gjör­gæslu sam­kvæmt tals­manni for­sætis­ráðu­neytisins. John­son var færður á gjör­gæslu­deild St. Thomas spítalans seinni­part mánu­dags eftir að ein­kenni hans vegna CO­VID-19 versnuðu snögg­lega. Hann fékk um tíma súr­efnis­gjöf vegna öndunar­erfið­leika en var ekki settur á öndunar­vél. Þetta kemur fram ífrétt BBC.

Tals­maður for­sætis­ráðu­neytisins segir í sam­tali við BBC að for­sætis­ráð­herrann er enn undir miklu eftir­liti en hann er mjög vel stemmdur.

John­son var lagður inn á spítala sam­kvæmt læknis­ráði á sunnu­daginn, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónu­veiru­smit. Sam­kvæmt tals­manni ráðu­neytisins er for­sætis­ráð­herrann á bata­vegi og hann þakkar jafn­framt frá­bæru heil­brigðis­starfs­fólki breska heil­brigðis­kerfisins.