Styr hefur staðið um breska for­­sætis­ráð­herrann Boris John­­son undan­farið eftir að upp komast að hann hefði sótt gleð­­skap í Downing­­stræti 10 er strangar sam­komu­tak­­markanir voru í Bret­landi vegna Co­vid-19 í maí árið 2020. Er það fór fram var al­­menningi bannað að hitta meira en einn í einu utan veggja heimilisins.

Hann baðst af­sökunar á þinginu í dag, „frá dýpstu hjarta­rótum“ eins og hann komst að orði og talið að partíið hafi verið vinnu­við­burður. Nú stendur yfir rann­sókn á málinu og segist for­sætis­ráð­herrann bíða niður­stöðu hennar.

Sér­fræðingur í lög­gjöf varðandi sótt­varna­að­gerðir í Bret­landi segir að af­sökunar­beiðnin hafi verið „vand­lega orðið og aug­ljós­lega gerð af lög­fróðum“.

Mann­réttinda­lög­fræðingurinn Adam Wagner segir að af­sökun John­son „gangi ekki upp að nokkru leyti miðað við hvað stjórn hans hafði sagt öllum öðrum að gera á þessum tíma“. Að hans mati væri for­sætis­ráð­herrann að biðja þau af­sökunar sem teldu að hann hefði brotið af sér en ekki á að brotinu sjálfu.

Líkt og við var að búast hugnast Keir Star­mer, leið­toga Verka­manna­flokksins, lítt af­sökunar­beiðni John­son. Hann segir hana „aumkunar­vert sjónar­spil manns sem kominn er að enda­lokum“. Star­mer og aðrir þing­menn lýsa furðu sinni á því hvernig for­sætis­ráð­herrann hafi getað talið að um vinnu­við­burð hefði verið að ræða. Mál­svari Verka­manna­flokksins í vinnu­markaðs­málum segir nóg komið, John­son verði að víkja.

Sam­kvæmt vitnum voru um 30 manns við­staddir gleð­skapinn og var Carri­e Symmonds eigin­kona John­son með honum þar. Hann segist einungis hafa stoppað þar í tæpan hálf­tíma til að þakka starfs­fólki sínu fyrir vel unnin störf.