Boris John­son hefur skipað nýjan fjár­mála­ráð­herra og heil­brigðis­ráð­herra eftir að Rishi Sunak og Sajid Javid sögðu af sér í dag.

Nadhim Za­hawi tekur við sem nýr fjár­mála­ráð­herra, en hann var áður mennta­mála­ráð­herra. Michelle Donelan, þing­kona Í­halds­flokksins mun taka við af Za­hawi sem mennta­mála­ráð­herra.

Þá hefur John­son skipað Ste­ve Barclay sem nýjan heil­brigðis­ráð­herra. Barclay var áður starfs­manna­stjóri for­sætis­ráðu­neytisins og stýrði út­göngu breta úr Evrópu­sam­bandinu.

Aðrir ráð­herrar í ríkis­stjórn John­son hafa haldið tryggð við hann, þar á meðal menningar­mála­ráð­herrann Nadine Dorries.

Hins vegar hefur Alex Chalk sagt af sér sem lögfræðiráðgjafi (E.Solicitor General) ríkisstjórnar Johnson. Einnig sagði varaformaður Íhaldsflokksins, Bim Afolami af sér í dag.

Meirihluti Breta kalla eftir afsögn Johnson

Í dag vilja tæp­lega sjö­tíu prósent Breta að John­son segi af sér, en þetta kemur fram í nýrri skoðunar­konnun frá YouGov. Þá vilja 54 prósent af þeim sem kusu Johnson árið 2019 að hann.

Flestir af þeim sem tóku þátt í könnuninni, eða 68 prósent telja að Johnson muni ekki segja af sér.