Boris Johnson hefur skipað nýjan fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra eftir að Rishi Sunak og Sajid Javid sögðu af sér í dag.
Nadhim Zahawi tekur við sem nýr fjármálaráðherra, en hann var áður menntamálaráðherra. Michelle Donelan, þingkona Íhaldsflokksins mun taka við af Zahawi sem menntamálaráðherra.
Þá hefur Johnson skipað Steve Barclay sem nýjan heilbrigðisráðherra. Barclay var áður starfsmannastjóri forsætisráðuneytisins og stýrði útgöngu breta úr Evrópusambandinu.
Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Johnson hafa haldið tryggð við hann, þar á meðal menningarmálaráðherrann Nadine Dorries.
I’m not sure anyone actually doubted this, however, I am 💯 behind @BorisJohnson the PM who consistently gets all the big decisions right.
— Nadine Dorries (@NadineDorries) July 5, 2022
Hins vegar hefur Alex Chalk sagt af sér sem lögfræðiráðgjafi (E.Solicitor General) ríkisstjórnar Johnson. Einnig sagði varaformaður Íhaldsflokksins, Bim Afolami af sér í dag.
With great sadness I am resigning as Solicitor General. I won’t be doing media interviews. pic.twitter.com/8kr9ecRECg
— Alex Chalk (@AlexChalkChelt) July 5, 2022
BREAKING: Tory vice chair @BimAfolami has just resigned his position live on @TheNewsDesk. pic.twitter.com/ZJaXtvlW3A
— The News Desk (@TheNewsDesk) July 5, 2022
Meirihluti Breta kalla eftir afsögn Johnson
Í dag vilja tæplega sjötíu prósent Breta að Johnson segi af sér, en þetta kemur fram í nýrri skoðunarkonnun frá YouGov. Þá vilja 54 prósent af þeim sem kusu Johnson árið 2019 að hann.
Flestir af þeim sem tóku þátt í könnuninni, eða 68 prósent telja að Johnson muni ekki segja af sér.
SNAP POLL: Most Tory voters - and two thirds of Britons - say Boris Johnson should resign as PM
— YouGov (@YouGov) July 5, 2022
All Britons: Resign 69% / Remain 18%
2019 Con voters: Resign 54% / Remain 33%
First time more Tory voters want the PM to go than stayhttps://t.co/EdF2u3hW1Z pic.twitter.com/CYDcJPZRiU