Boris John­son hélt sína fyrstu ræðu sem for­sætis­ráð­herra Bret­lands í neðri mál­stofu breska þingsins í West­min­ster í morgun en þar út­listaði hann fyrir þing­mönnum sín helstu á­herslu­at­riði, strauma og stefnur. Þar sagði John­son að „ný gull­öld“ væri hafin undir hans stjórn.

Hann var ekki bein­línis spar á stóru orðin heldur sagði hann mark­miðið væri að ganga frá út­göngu Breta úr Evrópu­sam­bandinu eigi síðar en 31. októ­ber í þeim til­gangi að „sam­eina og endur­lífga konungs­veldið á ný“. Bret­land hygðist hann, í sam­vinnu við ríkis­stjórn sína, gera að „besta landi á jörðu“.

John­son boðar betri samning en þann sem Theresa May komst að sam­komu­lagi um við ESB og felldur var þrí­vegis í þinginu. Meðal þess sem hann vill hrinda í fram­kvæmd er að fella út á­kvæði um hina svo­kölluðu írsku bak­tryggingu sem forða myndi eftir­liti á landa­mærum Norður-Ír­lands og Ír­lands, tíma­bundið, eftir Brexit.

Þá hét hann því að samið yrði um hag­stæða frí­verslunar­samninga og að mikil­vægt yrði að stjórn­völd byggju sig undir Brexit án samnings. Þá hét hann því að evrópskir ríkis­borgara með lög­heimili í Bret­landi þyrftu engar á­hyggjur að hafa að Brexit loknu.

Jeremy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokksins, sagði að John­son liti ef til vill og stórt á sig í þessum efnum. Samnings­laust Brexit yrði reiðar­slag fyrir bresku þjóðina. Þá gagn­rýndi hann John­son harð­lega fyrir stefnu hans í skatta­málum og sagði hana hampa hinum efnuðu.

Umfjöllun BBC um málið.