Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, stað­festi í gær að farið verði í af­léttingu á út­göngu­banni og sam­komu­tak­mörkunum á mánu­daginn. Áður hafði verið á­kveðið að halda á­fram til­slökunum að fjórum skil­yrðum upp­fylltum.

Fyrsta skil­yrðið var að bólu­setning myndi ganga sam­kvæmt á­ætlun. Fram kom á fjöl­miðla­fundi for­sætis­ráð­herrans að 31,6 milljón manns hafi fengið fyrri skammtinn af bólu­efninu. Þá hefur sjúkra­hús­inn­lögnum og til­fellum þar sem eldra fólk fær al­var­leg ein­kenni kórónu­veirunnar fækkað í kjöl­far bólu­setninganna.
Sjúkra­hús­inn­lögnum hefur svo al­mennt fækkað síðan í annarri bylgju far­aldursins og flestir sem greinast eru með breska af­brigði veirunnar. Ekki er að merkja fleiri dauðs­föll þó svo að fleiri af­brigði veirunnar hafi greinst í landinu.

Al­mennings­garðar, krár og veitinga­hús verða opnuð á mánu­daginn en á­kveðnum sótt­varna­reglum verður að hlíta á þeim stöðum. Þá mega búðir sem selja ekki nauð­synja­vöru, hár­greiðslu­stofur, snyrti­stofur, líkams­rækt og bað­stofur taka úr lás eftir helgina. Sama má segja um dýra­garða, skemmti­garða og kvik­mynda­hús, sem taka á móti gestum utan­dyra, bóka­söfn og lista­söfn.
Tveir ein­staklingar mega heim­sækja þá sem dvelja á dvalar­heimilum. Börn geta aftur farið að stunda tóm­stundir sínar sem fram fara innan­dyra. Þá má ferðast um Bret­land en ekki má gista á hótelum eða gisti­heimilum. Halda má jarðar­farir þar sem 30 mæta og brúð­kaup og erfi­drykkjur með allt að 15 gestum.

Ekki liggur fyrir hve­nær verður hægt að leyfa ó­nauð­syn­leg ferða­lög er­lendis að nýju og fyrir­komu­lag bólu­setningar­skír­teina hefur ekki verið meitlað í stein.