Innlent

Borgin vill endur­skoða fram­kvæmd sam­ræmdra prófa

Meirihluti skóla- og frístundasviðs vill setja af stað vinnu til að endurskoða framkvæmd samræmdra prófa. Í tillögunni, sem lögð var fram í dag, segir að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda. Niðurstöður eiga að vera tilbúnar í seinasta lagi 1. maí á þessu ári.

Grunnskólabörn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Ernir

Meirihluti skóla- og frístundasviðs lagði fram tillögu á fundi í dag um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði endurskoðað. 

Þar segir að þurfi að „endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur.“ 

Þá er einnig lagt til að skoðað verði hvort tilefni sé til að leggja prófin eða eða hvort hægt sé að nýta önnur sambærileg próf eða skimanir, sem myndu þjóna sama tilgangi.

Í tillögunni segir að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við þessa vinnu. Niðurstöður eiga að liggja fyrir ekki seinna en 1. maí, á þessu ári. 

Í bókun skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata, sem fylgdi með tillögunni segir að slíkar breytingar myndu kalla á lagabreytingar, „en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt.“

Sjá einnig: Búið að skipa hópinn sem fer yfir ferli prófanna

Tillögu Skóla- og frístundasvið og bókun skólaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata má lesa í heild sinni hér að neðan. 

Tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur.  Skoðað verði hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum.  Leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda í þessari vinnu.  Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar.

Bókun skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata
Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk í síðustu viku mistókst hrapallega og verða menntamálayfirvöld og Menntamálastofnun að taka fulla ábyrgð á þeim mistökum.  Ekki er verjandi að leggja á nemendur, kennara og skólastjórnendur það mikla álag sem prófunum fylgir þegar framkvæmdin er svo ófullnægjandi sem raun bar vitni.  Mikilvægt er að taka heiðarlega umræðu um gildi og gagnsemi samræmdra prófa af þessu tilefni og leita eftir viðhorfum nemenda, foreldra kennara og skólastjórnenda í þeirri vinnu.  Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda.  Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­háður aðili fer yfir ferli sam­ræmdra prófa

Fréttir

Lögfræðiálit í vinnslu vegna samræmdu prófa

Innlent

Gefur Mennta­mála­stofnun fall­ein­kunn

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing