„Eftirspurn hefur verið eftir lóðum til uppbyggingar á Kjalarnesi í langan tíma án þess að borgin hafi brugðist við og úthlutað sínum eigin lóðum þar,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, fulltrúa foreldrafélaga og íbúasamtaka, sem lögð var fram á síðasta Íbúaráðsfundi Kjalarness.

Fulltrúarnir telja að úthluta eigi lóðunum við Búagrund 16 og Helgugrund 9 tafarlaust og segja mikilvægt að styrkja byggðina á Kjalarnesi þar sem mikil nemendafækkun hefur verið í Klébergsskóla.