Reykjavíkurborg styrkti stjórnmálaflokka á vel yfir 20 milljónir króna í fyrra.

Mest fékk Sjálfstæðisflokkurinn eða tæpar 7,9 milljónir króna, þá fékk Samfylkingin nærri 6,7 milljónir, Píratar í Reykjavík voru styrkt um tæplega 2 milljónir, Sósíalistaflokkurinn fékk 1,7 milljón, Miðflokkurinn fékk tæpar 1,6 milljónir, Vinstri græn fengu 1,1 milljón og Flokkur fólksins rúmlega eina milljón.

Skýrsla um styrkina var kynnt í borgarráði í gær.

Lögum samkvæmt

Framlag sveitarfélaga til stjórnmálaflokka er tryggt í lögum. Um er að ræða lög númer 261/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg.

Þar segir einnig að Sveitarfélögum sé skylt að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið hið minnsta 5 prósent atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar.

Tekin er ákvörðun um árlegt framlag í fjárhagsáætlun hvers árs, nú kr. 24.026.000 samkvæmt fjárhagsáætlun 2021 sem skiptist á milli stjórnmálasamtaka í borgarstjórn í hlutfalli við atkvæðamagn, segir í skýrslunni.

Styrk­ir til menn­ing­ar­starf­sem­i

 • Sin­fon­í­u­hljóm­sveit Ís­lands - 260 millj­ón­ir
 • Tjarn­ar­bí­ó - 68 millj­ón­ir
 • Gít­ar­skól­i Ís­lands - 30,8 millj­ón­ir
 • Heim­il­i kvik­mynd­ann­a (Bíó par­a­dís) - 25 millj­ón­ir
 • Háskóli Íslands - 23 millj­ón­ir
 • Icel­and Airw­a­ves - 14 millj­ón­ir
 • Kvik­mynd­a­há­tíð í Reykj­a­vík - 4,4 millj­ón­ir
Bíó Paradís fékk rúmar 25 milljónir í styrk frá Reykjavíkurborg á síðasta ári.

Styrk­ir til í­þrótt­a­starf­sem­i

 • Knatt­spyrn­u­sam­band Ís­lands - 99 millj­ón­ir
 • Í­þrótt­a­fé­lag Reykj­a­vík­ur - 95 millj­ón­ir
 • Knatt­spyrn­u­fé­lag­ið Fram - 37 millj­ón­ir
 • Knatt­spyrn­u­fé­lag­ið Þrótt­ur - 29 millj­ón­ir
 • Knatt­spyrn­u­fé­lag Reykj­a­vík­ur - 18,5 millj­ón­ir
 • Knatt­spyrn­u­fé­lag­ið Vík­ing­ur - 14 millj­ón­ir