Til að vernda við­kvæma hópa hefur vel­ferðar­svið Reykja­víkur­borgar tak­markað fjölda gesta til íbúa eins og hægt er. Gefnar hafa verið út leið­beiningar til að­stand­enda íbúa á hjúkrunar­heimilum, í þjónustu­í­búðum fyrir eldri borgara, í­búa­kjörnum og sam­býlum fyrir fatlað fólk.

Vel­ferðar­svið mun ekki loka starfs­einingum eða skerða þjónustu að svo búnu, svo sem í fé­lags­starfi aldraðra og mötu­neytum en gætt verður vel að tveggja metra reglunni og fjölda­tak­markanir virtar.

Þetta er niður­staða fundar hjá neyðar­stjórn Reykja­víkur­borgar í dag en neyðar­stjórnin kom saman í kjöl­far á­kvörðunar yfir­valda um hertar sótt­varnar­að­gerðir.

Starf­semi safna í borginni helst að mestu ó­breytt en þó gætt að fjölda­tak­mörkunum og tveggja metra reglunn

Sundlaugar opnar með takmörkunum

Sund­laugar Reykja­víkur­borgar verða opnar með tak­mörkunum. Ekki mega fleiri en 100 manns vera í hverju rými og halda skal 2ja metra fjar­lægð. Merkingar um fjölda­tak­markanir verða settar upp við potta og gufur og sótt­hreinsunar­spritt haft að­gengi­legt. Sömu reglur gilda um um Yl­ströndina. Opnunar­tímar haldast ó­breyttir.

Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðurinn tak­markar fjölda gesta og hefur skipu­lagt flæði þeirra til að tak­marka smit­hættu. Öll hefð­bundin dag­skrá í kringum dýrin fellur niður og lokað verður í loð­dýra­húsi, smá­dýra­húsi, skrið­dýra­húsi og Þrumu­fleyg. Í veitinga­sölu verða fjölda­tak­markanir, auk þess sem sjálf­salar í sjoppu og grill­svæði verða lokaðir.

Tak­markanir verða á fjölda full­orðinna í valin tæki. Þrif á snerti­flötum innan­húss sem utan verða tíðari. Opnunar­tímar haldast ó­breyttir.

Reykja­víkur­borg er í við­bragðs­stöðu og mun grípa til við­eig­andi ráð­stafana í sam­ráði við al­manna­varnir og sótt­varnar­lækni eftir þörfum, segir í lok til­kynningar frá borginni.