Innlent

Borgin braut jafn­réttis­lög með ráðningu Ebbu

Reykja­víkur­borg braut jafn­réttis­lög við ráðningu borgar­lög­manns í fyrra en þetta er niður­staða kæru­nefndar jafn­réttis­mála. Mat nefndin svo að Ást­ráður Haralds­son hafi verið hæfari til að gegna em­bættinu en Ebba Schram, sem var ráðin.

Nefndin mat svo að Ástráður hafi verið hæfari til að gegna embættinu en Ebba.

Reykjavíkurborg braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns í fyrra en þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Tvö sóttu um starfið þegar embættið var auglýst á sínum tíma. Ebba Schram, hæstaréttarlögmaður, var ráðin í starfið en Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, sótti einnig um.

Taldi Ástráður að ráðningin bryti gegn jafnréttislögum. Hann væri hæfari í starfið en Ebba. Í ráðningarnefndinni sátu borgarstjóri, borgarritari og starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar. Ebba hafði starfað fyrir embætti borgarlögmanns átta ár af tíu á sínum lögmannaferli en Ástráður hafði verið lögfræðingur í 27 ár þegar sótt var um starfið.

Í úrskurði kærunefndar jafnréttismála segir að Ástráður hafi verið hæfari þegar litið væri til menntunar umsækjenda, starfsreynslu, sérþekkingar og annarra hæfileika. 

Leit svo á að Ebba væri „þeirra kandídat“

„[...]Með hliðsjón af framansögðu telur kærunefnd jafnréttismála að kærandi hafi verið hæfari til að gegna starfinu en sá umsækjandi sem ráðinn var í starfið,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp 2. júlí síðastliðinn. 

Í úrskurðinum segir einnig að Ástráður hafi fengið þær upplýsingar í gegnum samtal við fyrrverandi borgarlögmann og borgarstjóra að gert væri ráð fyrir því að Ebba væri sú sem hafi orðið fyrir valinu og myndi hún því sækja um stöðuna. Hún hafi fengið hvatningu frá báðum en Ástráður kvaðst hafa skilið það sem svo að hún væri „þeirra kandídat“. Þrátt fyrir það hafi hann verið fullviss um það af þeim báðum að ekkert væri fyrirfram afráðið og því sjálfur sótt um.

Ólögmæt málsmeðferð við skipan dómara Landsréttar

Mat nefndin það svo að Reykjavíkurborg hafi gerst brotleg um jafnréttislög og að henni hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni.

Hæstiréttur dæmdi í desember íslenska ríkið til að greiða Ástráði og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni 700 þúsund krónum hvorum í miskabætur fyrir ólögmæta málsmeðferð þegar skipað var í embætti fimmtán dómara Landsréttar. Í janúar var hann skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Maðurinn fannst fyrir norðan

Jarðakaup

Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði

Ferðaþjónusta

Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar

Auglýsing

Nýjast

Fjórir látnir eftir skot­á­rásina í Chi­cago

Rétt að manna stöður áður en byggt er upp

Fleiri kærur vegna byrlunar

Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið

Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn

Tíðni vopnaðra útkalla sérsveitarinnar margfaldast undanfarin ár

Auglýsing