Kynningar­rit um uppbyggingu íbúða í borginni sem Reykja­víkur­borg dreifði til íbúa höfuð­borgar­svæðisins í lok októ­ber kostaði 11,7 milljónir án virðis­auka­skatts. Kynningar­ritið var prentað í 60.500 ein­tökum og dreift á rúm­lega 60.000 heimili sem taka við fjöl­pósti á höfuð­borgar­svæðinu. Þetta kemur fram í svörum Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Al­manna­tengsla­fyrir­tækið At­hygli ehf. sá um um­sjón og rit­stjórn, efnis- og mynda­öflun, texta­skrif, upp­setningar­vinnu, frá­gang og fundi/sam­skipti við verk­kaupa og aðra og kostaði það borgina sam­tals 3,7 milljónir króna.

Kol­beinn Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­andi At­hygli ehf. er fyrrum að­stoðar­maður Katrínar Júlíus­dóttir, iðnaðar­ráð­herra Sam­fylkingarinnar á árunum 2009 til 2012. Karen Kjartans­dóttir, sem starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Sam­fylkingarinnar fram í apríl á þessu ári starfar einnig sem ráð­gjafi hjá fyrir­tækinu.

At­hygli ehf. rit­stýrði einnig og sá um fram­leiðslu á bæklingum „Græna planið“ í fyrra sem kostaði borgina 10,2 milljónir. Runnu 3,3 milljónir til At­hygli ehf. í tengslum við það verk­efni.

Hvað varar kynningar­ritið um í­búða­upp­byggingu þá sá Rit­form ehf. um hönnun og um­brot og kostaði það sam­tals 1.605.000 kr. Prentun á 60.500 ein­tökum sam­kvæmt til­boði frá Ísa­fold prent­smiðju kostaði sam­tals 3.854.000 kr.

Dreifing á höfuð­borgar­svæðinu var á vegum Póst­dreifingar og kostaði sam­tals 2.146.291 kr.