Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg efli brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og auki eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi skipuleggi og sjái um framkvæmd aðgerða.

Harmleikurinn sem átti sér stað þegar kviknaði í illa búnu húsnæði á Bræðraborgarstíg átti sér aðdraganda.“

Tillaga Kolbrúnar kom fram í dag á skipulagsfundi og verður henni vísað til Borgarráðs til umræðu. Flokkur fólksins lagði einnig til að áhersla verði lögð á vitundarvakningu meðal almennings, og þá sérstaklega fólks á leigumarkaði, um brunavarnir og aðbúnað.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sem rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg, fundaði í gær með slökkviliðsstjóranum á höfuðborgarsvæðinu Jóni Viðari Matthíassyni og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík. Á fundinum var sammælst um að auka ætti heimildir til slökkviliða og byggingafulltrúa við eftirlit og aukið samstarf við tryggingafélög. Leggja þurfi áherslu á að byggingaröryggisgjaldið, sem innheimt er af ríkinu, skili sér til brunavarna.

Kolbrún vill efla frumkvæðiseftirlit slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

Harmleikurinn sem átti sér stað þegar kviknaði í illa búnu húsnæði á Bræðraborgarstíg átti sér aðdraganda,“ segir Kolbrún en fjallað var um aðbúnað í húsinu í nokkur ár.

Húsnæðið var nýtt til útleigu umfram það sem eðlilegt getur talist og var aðeins einn brunaútgangur á húsinu. Breytingar höfðu verið gerðar á húsinu án tilskilinna leyfa. Ekki hafi farið fram skoðun eftirlitsmanna á fyrirhuguðum teikningum og öryggismat.

Flokkur fólksins vilja kortleggja hús sem þarfnast úrbóta og athuga sérstaklega íbúðir í ósamþykktu húsnæði. Reykjavík þurfi að hafa frumkvæði með það að fræða fólk á leigumarkaði.

„Stór hluti þeirra sem leigja ósamþykktar íbúðir eru af erlendu bergi brotnir og þekkja ekki sín réttindi í þessum efnum eða hræðast það að missa húsnæði sitt ef þeir gera yfirvöldum viðvart. Það þarf að ná til þessa fólks og fræða þau um réttindi sín og hve alvarlegt það getur verið ef aðbúnaði og brunavörnum er ábótavant,“ segir í greinargerð Flokks fólksins.