Fjölmiðlar

Borgi fyrir að vera á Hringbraut

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar. Fréttablaðið/Anton Brink

Sjónvarpsstöðin Hringbraut býður sveitarfélögum að borga sig inn í þætti um umhverfismál.

Kemur fram í bréfi Hringbrautar að greiða þurfi 350 þúsund krónur fyrir að vera með í þáttunum sem hafi sem meginmarkmið „að auka umhverfisvitund almennings í bland við áhugavert efni með afþreyingargildi“. Innifalið í verðinu eru tæplega 47 auglýsingamínútur. Að auki fylgir sá kaupauki að Hringbraut geri 40 til 90 sekúndna auglýsingamyndbönd fyrir 150 þúsund krónur. Meðal sveitarfélaga sem rætt hafa tilboðið er Hveragerði þar sem bæjarráðið hafnaði erindinu.

Þátturinn sem um ræðir heitir Súrefni. Umsjónarmenn hans eru Linda Blöndal og Pétur Einarsson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Ríkið greiðir Vísi fyrir að birta fréttir

Fjölmiðlar

Kvörtunum vegna HM-aug­lýsinga­sölu RÚV vísað frá

Fjölmiðlar

Björn Ingi stofnar nýjan vef­miðil og skrifar bók

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing