Borgar­yfir­völd í París hafa bannað allar úti­æfingar í borginni til að reyna að draga úr frekari út­breiðslu kórónu­veirunnar. Þetta á við um úti­hlaup líka og taka reglurnar gildi á morgun. Í frétt BBC um málið kemur fram að reglurnar eru í gildi frá tíu að morgni til og til sjö á kvöldin.

Borgar­stjórinn í París, Anne Hidal­go, segir að bannið sé sett á til þess að fólk hreyfir sig á þeim tímum sem fæstir eru á ferli.

Frakk­land er með þriðju hæstu dánar­tíðnina af völdum CO­VID-19 en alls hafa 8.911 manns látist af völdum sjúkdómsins. Þá eru stað­fest smit komin yfir 100.000.

Heil­brigðis­ráð­herra Frakk­lands, Oli­ver Véran, sagði í dag að toppnum á far­aldrinum í Frakk­landi væri ekki náð og á­standið á eftir að versna á næstu dögum. Út­göngu­bann hefur verið í gildi í Frakk­landi í næstum mánuð og þurfa allir þeir yfir­gefa heimilið sitt að hafa sér­stakt skjal með í för sem segir í hvaða erindagjörðum þeir eru s.s. versla nauð­synja­vörur, heim­sækja lækni eða hreyfa sig.

Þeir sem fara út að hlaupa eða hreyfa sig þurfa hins vegar að gera það innan við kíló­metra frá heimili sínu,