Það sem borgarráð samþykkti að gera er hvorki fugl né fiskur,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur einn af forsvarmönnum Réttlætis, hóps sem vill rannsókn á starfsemi vöggustofa á vegum Reykjavíkurborgar.  

Hrafn var gestur Fréttavaktarinnar á Hringbraut í beinni útsendingu í kvöld ásamt Árna H. Kristjánssyni sagnfræðingi, sem einnig er í hópnum.  Því hefur verið ákveðið að hópurinn fundi að nýjum með borgarritara næstkomandi föstudag.

Hér má sjá viðtalið við Hrafn og Árna í heild sinni á Fréttavaktinni á Hringbraut á eftir fréttayfirlit og viðtali um móttöku flóttamanna frá Úkraínu á mínútu 14:40.