Erlent

Borgarstjórinn í Gdansk látinn

Adamowicz var stunginn á góðgerðarviðburði í gærkvöldi. Hann lést af sárum sínum á spítalanum í dag.

Paweł Adamowicz á viðburðinu í gærkvöldi áður en ráðist var á hann Fréttablaðið/EPA

Paweł Adamowicz, borgarstjóri í Gdansk í Póllandi, lést af sárum sínum á spítalanum í dag. Adamowicz var stunginn á góðgerðarviðburði í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn er 27 ára karlmaður sem hefur verið nafngreindur í pólskum miðlum sem Stefan W. Hann er sagður frá Gdansk og hefur langan sakaferil að baki sér. Honum var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði. Hann kennir stjórnmálaflokki sem borgarstjórinn var einu sinni hluti af um fangelsisvist sína.

Adamowicz hefur ekki verið vinsæll meðal hægrimanna vegna stuðnings hans við innflytjendur og hinsegin fólk en þó eru engar vísbendingar um að árásin hafi verið pólitísk.

Mikill fjöldi fólks gaf blóð eftir að blóðbankinn sendi út ákall eftir árásina í gær.

Sjá einnig: Ástand borgarstjórans í Gdansk enn óstöðugt

Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Mikill fjöldi var samankominn við spítalann í gærkvöldi eftir árásina Fréttablaðið/EPA

Forsætisráðherra Pólland, Mateusz Morawiecki, segirí færslu á Twitter að árásin á Adamowicz sé mikill harmleikur og að hugur hans sé hjá fjölskyldu hans. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Erlent

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Erlent

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Auglýsing

Nýjast

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Vonast til að ná til Julens á morgun

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

For­sætis­nefnd fékk erindi um mál Ágústs Ólafs

Auglýsing