Erlent

Borgarstjórinn í Gdansk látinn

Adamowicz var stunginn á góðgerðarviðburði í gærkvöldi. Hann lést af sárum sínum á spítalanum í dag.

Paweł Adamowicz á viðburðinu í gærkvöldi áður en ráðist var á hann Fréttablaðið/EPA

Paweł Adamowicz, borgarstjóri í Gdansk í Póllandi, lést af sárum sínum á spítalanum í dag. Adamowicz var stunginn á góðgerðarviðburði í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn er 27 ára karlmaður sem hefur verið nafngreindur í pólskum miðlum sem Stefan W. Hann er sagður frá Gdansk og hefur langan sakaferil að baki sér. Honum var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði. Hann kennir stjórnmálaflokki sem borgarstjórinn var einu sinni hluti af um fangelsisvist sína.

Adamowicz hefur ekki verið vinsæll meðal hægrimanna vegna stuðnings hans við innflytjendur og hinsegin fólk en þó eru engar vísbendingar um að árásin hafi verið pólitísk.

Mikill fjöldi fólks gaf blóð eftir að blóðbankinn sendi út ákall eftir árásina í gær.

Sjá einnig: Ástand borgarstjórans í Gdansk enn óstöðugt

Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Mikill fjöldi var samankominn við spítalann í gærkvöldi eftir árásina Fréttablaðið/EPA

Forsætisráðherra Pólland, Mateusz Morawiecki, segirí færslu á Twitter að árásin á Adamowicz sé mikill harmleikur og að hugur hans sé hjá fjölskyldu hans. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Nýja-Sjáland

Ardern sögð sýna hugrekki með byssubanni

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Auglýsing