Innlent

Borgar­stjóri verði að „í­huga al­var­lega“ stöðu sína

Sirrý Hall­gríms­dóttir, verk­efna­stjóri, segir að borgar­stjóri verði að í­huga stöðu sína eftir að per­sónu­vernd komst að því í gær að Reykja­víkur­borg, Há­skóli Ís­lands og Þjóð­skrá hafi brotið lög með því að senda „gildis­hlaðin hvatningar­skila­boð“ til á­kveðinna hópa fyrir kosningar vorið 2018.

Fyrstu kjósendum, konum eldri en 80 ára og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og skilaboð. Fréttablaðið/Stefán

Sirrý Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Jóni Erni Guðbjartssyni, sviðsstjóra markaðsmála hjá Háskóla Íslands, til að fara yfir fréttir vikunnar. 

Þar var, meðal annars, ræddur úrskurður Persónuverndar frá því í gær þar sem Persónuvernd komst að því að Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Þjóðskrá hafi brotið lög með því að senda „gildishlaðin hvatningarskilaboð“ til ákveðinna hópa fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018. Skilaboðin voru send til þeirra sem kusu í fyrsta sinn, kvenna eldri en 80 ára og erlendra ríkisborgar sem búsett voru í Reykjavík.

Bréfin sem Reykjavíkurborg sendi á þessa hópa voru öll með mismunandi „hvatningarskilaboðum sem voru gildishlaðin og í einu tilviki röng og voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum,“ segir í úrskurði Persónuverndar.

Háalvarlegt mál

Sirrý sagði í morgun að framkvæmd kosningar væri eitt „vandmeðfarnasta og viðkvæmasta“ málið í lýðræðissamfélagi. Hún sagði málið háalvarlegt.

„Mér finnst þetta svo alvarlegt. Okei með einhverjar framúrkeyrslur og eitthvað slíkt. Það má alveg ræða það og ég var ekkert á þeirri línu að borgarstjóri ætti að íhuga sína stöðu þá en kannski axla ábyrgð, en ég segi að í þessi tilfelli þá finnst mér honum ekki stætt á öðru en að íhuga alvarlega sína stöðu,“ sagði Sirrý.

Hún sagði enn fremur að skilaboðin hefðu verið send á röngum forsendum og til hóps sem væri líklegast til að kjósa þann meirihluta sem var við völd. Hún að ef Reykjavíkurborg hefði viljað hafa áhrif með almennum hætti hefði þurft að senda á alla, en ekki ákveðna hópa.

Tilgangur að auka kjörsókn

Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að konum eldri en 80 ára og erlendum ríkisborgurum hafi verið send skilaboð sem hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum.

Niðurstaða Persónuverndar er sú að Þjóðskrá, Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands hafi ekki gætt að ákvæðum persónuverndarlaga. Þá voru Reykjavíkurborg einnig veitt máli fyrir að veita Persónuvernd ófullnægjandi upplýsingar við vinnslu málsins. 

Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér.

Sirrý Hallgrímsdóttir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing