Frank Jen­sen, borgar­stjóri Kaup­manna­hafnar, til­kynnti af­sögn sína í morgun eftir að hafa játað að hafa á­reitt konur kyn­ferðis­lega. Jen­sen til­kynnti af­sögn sína á blaða­manna­fundi í morgun þar sem hann baðst af­sökunar á hegðun sinni.

Jen­sen, sem er 59 ára, hefur verið borgar­stjóri frá árinu 2010 og vara­for­maður danska Jafnaðar­manna­flokksins frá árinu 2012. Hann mun jafn­framt láta af þeirri stöðu.

Tvær konur stigu ný­lega fram og lýstu á­reitni af hálfu Jen­sens árin 2012 og 2017. Önnur þessara kvenna starfaði fyrir Jafnaðar­manna­flokkinn. Í gær sagði for­maður Ungra jafnaðar­manna í Dan­mörku að átta til við­bótar hefðu sakað Jen­sen um á­reitni.

Mette Frederik­sen, for­sætis­ráð­herra Dan­merkur og for­maður Jafnaðar­manna­flokksins, sagði flokkinn líta málið al­var­legum augum. Sagði hún að Jen­sen hefði tekið rétta á­kvörðun með því að segja af sér sem borgar­stjóri og vara­for­maður flokksins.

Jen­sen er annar stjórn­mála­maðurinn í Dan­mörku sem hrökklast frá eftir á­sakanir um kyn­ferðis­lega á­reitni. Fyrr í þessum mánuði sagði Mor­ten Osterga­ard af sér sem for­maður Radika­le Ven­stre eftir að hann játaði að hafa á­reitt sam­starfs­konu sína.