Borgarstjóri Gdansk í Póllandi, Paweł Adamowicz, er alvarlega særður eftir að hann var stunginn á sviði góðgerðarviðburðar sem hann tók þátt í í kvöld. Einn er í haldi lögreglu. Innanríkisráðherra Póllands greini frá því í kvöld að Adamowicz væri í lífshættu á spítala og sagði líkamsárásina „ólýsanlega villimennsku“.

Pólska sjónvarpsstöðin TVN greindi grá því að árásarmaðurinn hafi hrópað á sviði að hann hafi verið dæmdur saklaus til fangelsis undir ríkisstjórn stjórnmálaflokksins Civic Platform. Borgarstjórinn var áður í þeim flokki.

Adamowicz hefur verið borgarstjóri í Gdansk frá því árið 1998. Sem borgarstjóri hefur hann stutt réttindi samkynhneigðra og ýmissa annarra minnihlutahópa.

Viðburðurinn var á vegum The Great Orchestra of Christmas Charity sem safna fjármagni fyrir lækningatækjum sem opinbera heilbrigðiskerfið hefur ekki efni á að festa kaup á.

Greint er frá á Guardian. 

Forseti Evrópuþingsins, Donald Tusk, sem stofnaði flokkinn og var forsætisráðherra í Póllandi skrifaði í færslu á Twitter að hugur allra væru hjá Adamowicz.