Erlent

Borgarstjóri Gdansk í lífshættu eftir stunguárás

Borgarstjórinn var stunginn á sviði góðgerðarviðburðar sem hann tók þátt í.

Á myndinni má sjá sjúkrabíl sem flutti hann af vettvangi fyrr í kvöld. Fréttablaðið/EPA

Borgarstjóri Gdansk í Póllandi, Paweł Adamowicz, er alvarlega særður eftir að hann var stunginn á sviði góðgerðarviðburðar sem hann tók þátt í í kvöld. Einn er í haldi lögreglu. Innanríkisráðherra Póllands greini frá því í kvöld að Adamowicz væri í lífshættu á spítala og sagði líkamsárásina „ólýsanlega villimennsku“.

Pólska sjónvarpsstöðin TVN greindi grá því að árásarmaðurinn hafi hrópað á sviði að hann hafi verið dæmdur saklaus til fangelsis undir ríkisstjórn stjórnmálaflokksins Civic Platform. Borgarstjórinn var áður í þeim flokki.

Adamowicz hefur verið borgarstjóri í Gdansk frá því árið 1998. Sem borgarstjóri hefur hann stutt réttindi samkynhneigðra og ýmissa annarra minnihlutahópa.

Viðburðurinn var á vegum The Great Orchestra of Christmas Charity sem safna fjármagni fyrir lækningatækjum sem opinbera heilbrigðiskerfið hefur ekki efni á að festa kaup á.

Greint er frá á Guardian. 

Paweł Adamowicz hefur verið borgarstjóri í Gdansk frá því árið 1998. Fréttablaðið/AFP

Forseti Evrópuþingsins, Donald Tusk, sem stofnaði flokkinn og var forsætisráðherra í Póllandi skrifaði í færslu á Twitter að hugur allra væru hjá Adamowicz.

Mikill fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið sem hann var fluttur á Fréttablaðið/EPA

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Nýja-Sjáland

Ardern sögð sýna hugrekki með byssubanni

Bandaríkin

Íhuga að hætta við þotusölu

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing