Borgar­ráð sam­þykkti í dag að setja á stofn nefnd ó­háðra sér­fræðinga um að gera heild­stæða at­hugun á starf­semi Vöggu­stofunnar að Hlíðar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins sem reknar voru af Reykja­víkur­borg á síðustu öld. Til­laga þess efnis var loks lögð fyrir Borgar­ráð í morgun 246 dögum eftir að fimm­menningarnir gengu á fund Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra og fóru fram á rann­sókn í júlí 2021.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­maður borgar­ráðs, segir til­löguna hafa farið greið­lega í gegnum ráðið og var sam­eigin­leg bókun lögð fram sem hún lýsir sem sögu­legum við­burði.

„Við vorum að sam­þykkja það að stofna þessa nefnd og það vantar laga­á­kvæði til að allar heimildir séu klárar til þess að nefndin geti farið af stað,“ segir Þór­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

Rann­sóknin verður unnin í sam­ráði við for­sætis­ráðu­neyti sem mun út­vega nauð­syn­legar laga­heimildir fyrir vinnu nefndarinnar. Áður var haft eftir Þor­steini Gunnars­syni, borgar­ritara, að mikill vilji væri hjá bæði ríki og borg að vinna málið og hratt og vel og hægt er.

Lokaðir fundir og þagnar­skylda

Í frétta­til­kynningu frá Reykja­víkur­borg kemur fram að mark­mið rann­sóknarinnar og megin­verk­efni nefndarinnar verða í fimm liðum.

  1. Að lýsa starf­semi vöggu­stofanna, hlut­verki þeirra í barna­verndar- og/eða upp­eldis­málum og til­drögum þess að börn voru vistuð þar á því tíma­bili sem um ræðir.
  2. Að leitast við að stað­reyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri með­ferð eða of­beldi meðan á dvölinni stóð.
  3. Að lýsa því hvernig eftir­liti Reykja­víkur­borgar og ríkisins með vöggu­stofunum var háttað.
  4. Að lýsa öðrum at­riðum sem tengjast starf­semi vöggu­stofanna og nefndin telur þarfnast skoðunar.
  5. Nefndin skal skila skýrslu um störf sín til borgar­ráðs.
  6. Leggja grund­völl að til­lögum til borgar­ráðs um frekari við­brögð ef á­stæða þykir til.

Nefndin mun geta ráðið til sín starfs­mann í sam­starfi við Innri endur­skoðanda og ráð­gjöf. Hún skal þó vera sjálf­stæð og óháð í störfum sínum og verður henni heimilt að kalla eftir að­stoð og upp­lýsingum frá aðilum innan og utan stjórn­kerfis Reykja­víkur­borgar við ein­staka þætti at­hugunarinnar.

Fundir nefndarinnar verða lokaðir og nefndar­menn og starfs­maður hennar verða bundnir þagnar­skyldu um hvað­eina er varðar einka­líf þeirra ein­stak­linga sem þeir fá upp­lýsingar um í rann­sókninni. Gert er ráð fyrir því að borgar­ráð skipi full­trúa í nefndina fljót­lega.

Fimmmenningarnir á fundi Dags B. Eggertssonar í júlí 2021.
Fréttablaðið/Ernir

Ljótar lýsingar á að­búnaði barna

Í júlí 2021 gengu Árni H. Kristjáns­son, Fjölnir Geir Braga­son, Hrafn Jökuls­son, Tómas V. Alberts­son og Viðar Eggerts­son, á fund borgar­stjóra en þeir eiga það allir sam­eigin­legt að hafa verið vistaðir á vöggu­stofum á unga aldri.

Borið hefur á mikilli gagn­rýni á starf­semi vöggu­stofanna í meira en hálfa öld. Ljótar lýsingar hafa reglu­lega skotið upp kollinum í fjöl­miðlum á að­búnaði barna sem þar dvöldu, bæði frá börnunum sjálfum, starfs­mönnum og að­stand­endum þeirra, en enn hefur þó engin opin­ber rann­sókn farið fram.

Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir fyrrum forstöðukona Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins lýsti því til að mynda í fréttaskýringu Hringbrautar að sér hafi blöskrað það sem við henni blasti á vöggustofunni enda hafi það verið hreint út sagt hræðilegt.

„Þetta var þannig að við máttum ekki hugga börnin ef þau grétu. Við áttum að gefa þeim pela á fjögurra klukkustunda fresti og skipta á þeim, en ekki að skipta okkur af þeim annars. Síðan var okkur uppálagt að baða börnin en það mátti aðeins taka fimm mínútur. Það var allt á þennan veg. Börnin áttu mjög bágt, þau voru hrædd við snertingu og mjög inn í sér,“ sagði Þorbjörg í samtali við Elínu Hirst.

Fréttin hefur verið uppfærð.