„Við erum að veit­a að­stöð­u­leyf­i til eins árs fyr­ir þess­ar­i ap­ar­ól­u,“ seg­ir Paw­el Bart­­osz­ek, borg­ar­full­trú­i Við­reisn­ar, um þá sam­þykkt borg­ar­ráðs að leigj­a rekstr­ar­fé­lag­i Perl­unn­ar 65 fer­metr­a blett í Öskju­hlíð und­ir end­a­stöð fyr­ir 235 metr­a svo­kall­að­a zip-línu ofan úr Perl­unn­i.

Skip­u­lags­stjór­i borg­ar­inn­ar hafð­i áður hafn­að ósk um leyf­i fyr­ir upp­setn­ing­u ap­ar­ól­unn­ar þar sem slíkt sam­ræmd­ist ekki deil­i­skip­u­lag­i svæð­is­ins. „Jafn­framt má deil­a um hvort um­rædd starf­sem­i sem sótt er um sé svæð­in­u al­mennt til hags­bót­a eða auki á notk­un þess til út­i­vist­ar eða af­þrey­ing­ar,“ sagð­i skip­u­lags­full­trú­inn í um­sögn.

„Með þess­ar­i sam­þykkt borg­ar­ráðs er þess­ar­i hindr­un rutt úr vegi þann­ig að þett­a geti ver­ið þarn­a í eitt ár,“ seg­ir Paw­el og út­skýr­ir að ekki þurf­i deil­i­skip­u­lags­breyt­ing­u þar sem ekki sé um að ræða var­an­leg­a upp­setn­ing­u á ap­ar­ól­unn­i.

„Eins og ég skil þess­a fram­kvæmd þá er hægt að setj­a þett­a upp og taka þett­a nið­ur á ein­um degi. Mál­ið snýst um hvort þett­a sé var­an­legt eða ekki,“ seg­ir Paw­el og und­ir­strik­ar að leyf­ið feli ekki í sér nein gæði í skiln­ing­i deil­i­skip­u­lags fyr­ir þá sem reka zip-lín­un­a.

„Við sjá­um bara hvern­ig þett­a geng­ur, svo geta menn sótt um leyf­i aft­ur ef þeir vilj­a hald­a á­fram með þett­a. Per­són­u­leg­a finnst mér allt­af skemmt­i­legt þeg­ar fólk er að próf­a ein­hverj­a skemmt­i­leg­a hlut­i í borg­ar­land­in­u,“ seg­ir borg­ar­full­trú­inn, sem vænt­an­leg­a mun renn­a sér ofan af Perl­unn­i inn­an tíð­ar. Ég get ekki í­mynd­að mér ann­að en að ég próf­i þett­a.“