Innlent

Borgar­lög­maður geti ekki metið sak­næma hátt­semi

Embætti borgarlögmanns getur ekki metið hvort að um saknæma háttsemi hafi verið um að ræða í braggamálinu.

Bragginn umdeildi. Fréttablaðið/Anton Brink

Embætti borgarlögmanns getur ekki metið hvort að um saknæma háttsemi geti hafa verið um að ræða í braggamálinu, að því er kemur fram í svari Ebbu Schram, borgarlögmanns, við fyrirspurn fréttastofu RÚV.

Ekki stendur til að ráðast í slíka athugun og hefur engin slík farið fram en borgarlögmaður hefur einungis þau gögn undir höndum sem talin voru nauðsynleg til að gefa álit til innkauparáðs á útboðsskyldu samninga vegna uppbyggingar á Nauthólsvegi 100. Í áliti borgarlögmanns sem lagt var fram í innkauparáðinu 18. október kom fram að ekki hafi verið skylt að bjóða út framkvæmdir og því hafi lög ekki verið brotin, þó ekki hafi verið farið eftir innkaupareglum borgarinnar.

Líkt og greint hefur verið frá hafa borgarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir lagt til að skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið verði vísað til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar en Vigdís hefur ítrekað sagt að í skýrslunni megi finna mjög alvarlegar athugasemdir meðal annars um „alvarleg lögbrot.“ Hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, meðal annars sagt að tillagan endurspegli ljóta pólitík.

Í svari borgarlögmanns kemur fram að í áliti sínu til innkauparáðs borgarinnar hafi ekki verið fjallað um ætlað saknæmi athafna við hönnun eða uppbyggingu fasteigna á svæðinu. 

„Þar sem borgarlögmaður hefur hvorki haft öll gögn málsins til skoðunar né rætt við helstu aðila sem höfðu aðkomu að málinu með tilliti til annarra atriða en þeirra sem lúta að opinberum innkaupum, þá er borgarlögmaður ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort saknæm háttsemi kunni að hafa átt sér stað í tengslum við framangreint mál. Engin slík athugun hefur því farið fram eða er fyrirhuguð af hálfu borgarlögmanns.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing