Dómur í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara gegn Kristínu Eysteinsdóttur og Leikfélagi Reykjavíkur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu.
Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsi og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra ber að greiða stefnanda, Atla Rafni, 5,5 milljónir króna í bætur og eina milljón króna í málskostnað. Kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta var vísað frá.
Ekki er talin ástæða til endurflutnings máls.
Atli Rafn Sigurðsson leikari stefndi Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra og Leikfélagi Reykjavíkur vegna uppsagnar sinnar í desember 2017.
Atla Rafn var sagt upp í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Bótakrafa hans var samtals upp þrettán milljónir; tíu milljónir króna í skaðabætur og þrjár milljónir í miskabætur en aðalsmeðferð fór fram í byrjun mánaðarins.
Atli Rafn stefnir einnig Persónuvernd en leikarinn kvartaði til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gagnvart honum sem fram komu í vinnuskjali leikhússtjóra Borgarleikhússins.
Lögmaður Atla Rafns lagði áherslu á að það hafi gert skjólstæðingi sínum ómögulegt að verjast kvörtununum að vita hvorki hvers eðlis þær voru né hvaðan þær stöfuðu.
