Erlent

Í­búar Inna­asuit treysta á veður­guðina

Risa­vaxni borgar­ís­jakinn sem ógnað hefur þorps­búum í Inna­asuit á Græn­landi gæti rekið frá landi ef spár um hag­stæða vind­átt og stór­straums­flóð vinna vel saman.

Ísjakinn sem trónar yfir þorpinu og ógnar byggð. Fréttablaðið/EPA

Ísjakinn sem lónað hefur örskammt frá landi til móts við þorpið Inaarsuit á Grænlandi, gæti komið af stað flóðbylgju ef hann klofnar. Íbúar hafa því verið fluttir á brott frá mesta hættusvæðinu neðst í byggðinni.

Í kvöld er nýtt tungl með hækkandi sjávarfalli og vekur það ásamt hagstæðri veðurspá von um að ísjakinn fljóti burt frá þorpinu og íbúarnir 33 sem fengið hafa aðsetur í þjónustumiðstöð þorpsins geti snúið til baka til síns heima.

Sjá einnig: Ís­jakinn um 100 metra hár: „Aldrei séð eins stóran ís­jaka“

Loka þurfti einu matvöruverslun svæðisins vegna staðsetningar hennar og verður því nauðsynjum úthlutað til þorpsbúa eftir þörfum. 

Viðbragðsteymi er á svæðinu og eru bæði varðskip og þyrla tiltæk ef á þarf að halda. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Fjórir látnir eftir skot­á­rásina í Chi­cago

Bretland

Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið

Spánn

Reiði í Katalóníu vegna leka

Auglýsing

Nýjast

Maðurinn fannst fyrir norðan

Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði

Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar

Rétt að manna stöður áður en byggt er upp

Fleiri kærur vegna byrlunar

Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn

Auglýsing