Fjórir karl­menn hafa nú verið hand­teknir á Kanarí­eyjunni Gran Canaria þar sem þeir eru grunaðir um að hóp­nauðga konu á fer­tugs­aldri. Spænski miðillinn La Pro­vincia full­yrðir að um ís­lenska konu sé að ræða en aðrir spænskir miðlar segja að um írska konu hafi verið að ræða, til að mynda El Día. Þá fullyrða írskir miðlar að konanírsk.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó um íslenska konu að ræða.

Borgar­þjónustan hafði ekki heyrt af málinu þegar Frétta­blaðið leitaðist eftir upp­lýsingum um málið fyrr í vikunni. Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag að ef konan væri í raun írsk væri það ekki í fyrsta sinn sem slíkur ruglingur kemur upp.

Í samtali við Fréttablaðið fyrr í dag staðfesti borgaraþjónustan að þau væru meðvituð um málið og væru tilbúin til að veita aðstoð ef þess þarf.

Mennirnir handteknir síðastliðinn mánudag

Greint var frá á­rásinni af spænska dag­blaðinu El Día fyrr í vikunni en þar kom fram að mennirnir höfðu ráðist á konuna síðast­liðinn föstu­dag Púer­tó Ríkó í bænum Mogán eftir að hún spurðist fyrir um líðan þeirra þar sem þeir dvöldu í al­mennings­garði.

Að því er kemur fram í frétt miðilsins eru karl­mennirnir sem um ræðir flótta­menn og dvöldu þeir á hótelum í suður­hluta eyjunnar en þeim hafði áður verið vikið af hótelunum fyrir „slæma hegðun.“ Að minnsta kosti einn mannanna er sagður áður hafa brotið kyn­ferðis­lega af sér.

Konan leitaði til lög­reglu síðast­liðinn sunnu­dag en hún hefur búið á eyjunni á­samt fjöl­skyldu sinni í mörg ár. Mennirnir voru hand­teknir síðast­liðinn mánu­dag og hafa nú verið á­kærðir vegna málsins en þeir eru nú vistaðir í Juan Grande fangelsinu á eyjunni.

Uppfært 10:13

Borgaraþjónustan segist vera meðvituð um málið og að þau séu tilbúin til þess að veita aðstoð ef þörf er á.