Að­eins eitt af húsunum fjórum sem Múla­þing og Ofan­flóða­sjóður keyptu af fólki við Stöðvar­læk eftir skriðu­föllin á Seyðis­firði í desember árið 2020, verður fært á öruggt svæði. Ekki er þó enn kominn kaupandi að húsinu. Þá hefur ekki verið tekin á­kvörðun um hvað verður gert við hin þrjú.

„Það er ó­víst hvort hin húsin séu í á­standi til flutnings,“ segir Björn Ingi­mars­son, sveitar­stjóri Múla­þings. Vinnu­hópur var settur í að meta hvað skyldi gert við húsin og er færslan nú í undir­búningi.

Heima­stjórn Seyðis­fjarðar hefur lýst yfir á­hyggjum af því að húsin standi van­nýtt, en Björn segir að sveitar­stjórn muni ræða við heima­stjórnina um fram­tíð húsanna, sem standa við Hafnar­götu 40b, 42, 42b og 44b. Eru þetta eldri hús sem meðal annars hafa verið löguð með styrkjum frá Minja­stofnun.

„Það má nýta hús­næðið sem geymslu en ekki sem í­veru­stað,“ segir Björn en sveitar­stjórn bannaði bú­setu eftir frum­at­hugunar­skýrslu Veður­stofunnar snemma árs 2021.

Húsin fjögur voru keypt af ein­stak­lingum og annað hvort notuð sem heimili, sumar­hús eða sem gisti­rými á Airbnb. Björn segir að hlutur Múla­þings hafi verið hærri en Ofan­flóða­sjóðs þar sem sveitar­fé­lagið hafi ekki viljað greiða undir fast­eigna­mati fyrir húsin en Ofan­flóða­sjóður markaðs­verð, sem hafi verið lægra.