Ríkis­stjórn Singa­por­e býður upp á bónus­greiðslu fyrir þau sem eignast börn í far­aldrinum. Óttast er að borgarar slái barn­eignum á frest vegna efna­hags­á­hyggja og upp­sagna í far­aldrinum.

Ekki er búið að til­kynna hver bónus­upp­hæðin verður en hún kemur til með að bætast við þær barna­bætur sem þegar er boðið upp á í landinu. Nú­verandi bætur gera ráð fyrir að for­eldrar geta fengið allt að eina milljón í bætur.

Sögulega lág fæðingatíðni

„Við höfum fengið upp­lýsingar um að Co­vid-19 hafi valdið því að til­vonandi for­eldrar fresti á­ætluðum barn­eignum,“ sagði for­sætis­ráð­herra Singa­por­e, Heng Swee Keat í gær. Hann lofaði að ítar­legar upp­lýsingar um fæðingar­bónusinn yrðu birtar bráð­lega.

Fæðingar­tíðni í Singa­por­e er ein sú lægsta í heiminum og hafa yfir­völd átt í basli við að hvetja al­menning til að stemma stigu við því síðast­liðin ár. Árið 2018 fæddist 1,14 barn á hverja konu í landinu en al­mennt er miðað við að 2.5 barn á hverja konu stuðli að náttúru­legri fólks­fjölgun