Það verður milt í veðri og ró­legt veður á landinu næstu daga, að sögn veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands. Hiti verður á bilinu 11 til 20 stig yfir daginn og verður hlýjast í upp­sveitum á Suður­landi.

Sól­ríkt verður sunnan- og vestan­lands og má vænta þess að hitinn á höfuð­borgar­svæðinu fari í 15 gráður í hægum vindi og glampandi sól. Þoku­bakkar gætu þó myndast við ströndina.

„Það verður svipað veður á morgun, hægur vindur og víða bjart, en þokan verður lík­lega heldur á­gengari við norður- og austur­ströndina,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á þriðju­dag:
Hæg aust­læg eða breyti­leg átt. Víða létt­skýjað, en þoku­bakkar við norður- og austur­ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á suð­vestan­verðu landinu.

Á mið­viku­dag:
Hæg aust­læg eða breyti­leg átt og bjart með köflum, en skýjað og lítils háttar rigning eða súld suð­austan- og austan­til á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suð­vestur­landi.

Á fimmtu­dag:
Suð­austan og austan 3-8 m/s, en 8-13 við suð­vestur- og vestur­ströndina. Bjart með köflum, en dá­lítil rigning vestan­til á landinu. Hiti 10 til 17 stig.

Á föstu­dag:
Suð­austan og austan 5-13 og dá­lítil væta með köflum, en hægari vindur og bjart­viðri á Norður- og Austur­landi. Hiti breytist lítið.

Á laugar­dag og sunnu­dag:
Suð­læg eða breyti­leg átt og dá­lítil væta á víð og dreif. Á­fram milt í veðri.