Panta Petro­vic, sjö­tugur ein­setu­maður sem hefur síðast­liðinn 20 ár búið í helli í suður­hluta Serbíu, hefur nú verið bólu­settur gegn Co­vid-19 og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í sam­tali við AFP sagði hann að ef ekki næðist að hefta út­breiðsluna myndi veiran á endanum ná til hans.

Petro­vic komst að því í fyrra að heims­far­aldur væri að geisa í einni heim­sókn til bæjarins í ná­grenni við fjallið þar sem hann býr nú. Hann sagðist ekki skilja af hverju fólk væri að gera svona mikið mál úr bólu­setningu.

„Ég vill fá alla þrjá skammtana, þar á meðal auka skammtinn. Ég hvet alla borgara til að láta bólu­setja sig, hvern og einn einasta,“ sagði Petro­vic í sam­tali við AFP.

Líkt og áður segir hefur Petro­vic verið bú­settur í hellinum í tvo ára­tugi en hann flutti þangað til að komast í burtu frá sam­fé­laginu svo hann gæti verið frjáls. Í hellinum má finna gamalt bað­kar sem hann notar sem salerni og hey­stakk sem rúm.