Fullbólusettir farþegar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í skimun 48 tímum fyrir flug, samkvæmt nýjum reglum sem taka í gildi á föstudaginn.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bresku ríkisstjórninni en BBC greinir frá.
Ferðaþjónustufyrirtæki í Bretlandi kölluðu eftir því að reglunum yrði breytt enda hafa þær fælandi áhrif á ferðamenn. Boris Johnson, forsetaráðherra Bretlands, tók í sama streng er hann tilkynnti um reglubreytinguna.
Þegar Ómíkron-afbrigðið byrjaði að dreifast um Bretlandseyjar í byrjun desember herti ríkisstjórnin reglurnar á landamærum landsins og hafa hingað til allir 12 ára og eldri þurft að fara í skimun fyrir flug.
Fullbólusettir ferðamenn hafa einnig þurft að greiða fyrir PCR próf við komuna til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða berst. Þeir sem ákveða að fara ekki í PCR-próf hafa þurft að fara í 10 daga sóttkví.
Flugfélög í Bretlandi hafa gefið út að skimun fyrir flug hefur ekki haft nein áhrif á útbreiðslu veirunnar enda er talið að 1 hverjum 25 íbúum séu nú þegar smitaðir. Krafan um skimun hefur gert flugfélögunum erfitt fyrir að ná sér á strik eftir faraldurinn.
Skiptar skoðanir eru um breytinguna samkvæmt BBC en sumir flugfarþegar segja að nú verði hættulegra að fljuga á meðan aðrir fagna breytingunni.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ríkisstjórn landsins fyrr í dag og sagði í kjölfarið að að Bretar munu slaka á því að skima einkennalausa einstaklinga.
Reglurnar um að draga úr skimun einkennalausra taka gildi 11. Janúar og eiga bara við um England til að byrja með.