Full­bólu­settir far­þegar á leið til Eng­lands þurfa ekki lengur að fara í skimun 48 tímum fyrir flug, samkvæmt nýjum reglum sem taka í gildi á föstu­daginn.

Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá bresku ríkis­stjórninni en BBC greinir frá.

Ferða­þjónustu­fyrir­tæki í Bret­landi kölluðu eftir því að reglunum yrði breytt enda hafa þær fælandi á­hrif á ferða­menn. Boris Johnson, forsetaráðherra Bretlands, tók í sama streng er hann tilkynnti um reglubreytinguna.

Þegar Ó­míkron-af­brigðið byrjaði að dreifast um Bret­lands­eyjar í byrjun desember herti ríkis­stjórnin reglurnar á landa­mærum landsins og hafa hingað til allir 12 ára og eldri þurft að fara í skimun fyrir flug.

Full­bólu­settir ferða­menn hafa einnig þurft að greiða fyrir PCR próf við komuna til landsins og vera í sótt­kví þangað til niður­staða berst. Þeir sem á­kveða að fara ekki í PCR-próf hafa þurft að fara í 10 daga sótt­kví.

Flug­fé­lög í Bret­landi hafa gefið út að skimun fyrir flug hefur ekki haft nein á­hrif á út­breiðslu veirunnar enda er talið að 1 hverjum 25 íbúum séu nú þegar smitaðir. Krafan um skimun hefur gert flug­fé­lögunum erfitt fyrir að ná sér á strik eftir far­aldurinn.

Skiptar skoðanir eru um breytinguna samkvæmt BBC en sumir flugfarþegar segja að nú verði hættulegra að fljuga á meðan aðrir fagna breytingunni.

Skimunarstöðvar á Heathrow gætu brátt heyrt sögunni til.
Fréttablaðið/Getty

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, fundaði með ríkis­stjórn landsins fyrr í dag og sagði í kjöl­farið að að Bretar munu slaka á því að skima ein­kenna­lausa ein­stak­linga.

Reglurnar um að draga úr skimun einkennalausra taka gildi 11. Janúar og eiga bara við um Eng­land til að byrja með.