Banda­rísk sótt­varnar­yfir­völd til­kynntu í kvöld að full­bólu­settir Banda­ríkja­menn væru nú undan­skildir grímu­skyldu á flestum stöðum bæði innan- og utan­dyra. Banda­ríkja­menn taka fréttunum ef­laust fagnandi en yfir 117 milljónir hafa nú verið full­bólu­sett í landinu.

Meðal þeirra sem fögnuðu þessari á­kvörðun var Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sem greindi frá góðu fréttunum á sam­fé­lags­miðlum. „Reglan er ein­föld, láttu bólu­setja þig eða vertu með grímu þangað til þú gerir það. Valið er þitt,“ skrifaði Biden á Twitter.

Margir vilji ekki bólu­efni

„Fyrir ykkur sem hafið enn ekki bólu­sett ykkur verndið ykkur sjálf og ykkar nánustu með því að halda á­fram að ganga með grímu þar til þið getið látið bólu­setja ykkar,“ í­trekaði Biden.

Enn á um helmingur Banda­ríkja­manna eftir að hefja bólu­setningu og hefur það valdið yfir­völdum á­hyggjum hversu margir virðast ætla að sleppa því að fá bólu­efni.

Um 154 milljónir hafa fengið minnst einn skammt af bólu­efni en fjöldi skammta sem gefnir eru dag­lega hefur lækkað um nærri 36 prósent á síðast­liðnum vikum.