Yfir­völd í Ohio, sjöunda fjöl­mennasta ríki Banda­ríkjanna, leggja ríka á­herslu á það að í­búar láti bólu­setja sig gegn CO­VID-19. Nú er svo komið að 36% full­orðinna ein­stak­linga eru full­bólu­settir en yfir­völd vilja gjarnan fjölga í þeim hópi.

Columbus Dispatch greinir frá því að yfir­völd í Ohio hafi á­kveðið að taka upp eins­konar hvatningar­kerfi svo fleiri láti bólu­setja sig. Þannig munu fimm heppnir ein­staklingar sem þiggja að minnsta kosti annan skammtinn af bólu­efni, fá eina milljón Banda­ríkja­dala hver, eða 124 milljónir króna. Þá munu fimm ung­menni eiga kost á því að fá skóla­göngu sína greidda að fullu.

Bólu­setningar hafa al­mennt gengið vel í Banda­ríkjunum og hefur vandinn helst verið að fá fólk til að mæta í bólu­setningu. Mike DeWine, ríkis­stjóri Ohio, kynnti að­gerðirnar í vikunni og fyrsti vinnings­hafinn dreginn út þann 26. maí næst­komandi og svo næstu fjóra mið­viku­daga eftir það.

Yfir­völd í Ohio stefna að því að af­létta öllum tak­mörkunum vegna CO­VID-19 þann 2. júní næst­komandi.