Rúm­lega hundrað manns í Nyköping í Sví­þjóð voru bólu­sett í gær gegn Co­vid-19 með út­runnu bólu­efni frá Pfizer. Yfir­maður bólu­setninga í Sörm­land-sýslu segir að verk­lags­reglur hafi verið brotnar.

Bólu­efnin voru komin yfir þann dag sem Pfizer sagði að tækt væri að bólu­setja með þeim en þau voru geymd við þær að­stæður sem fyrir­tækið mælir með. Búið er að hafa sam­band við þau sem voru bólu­sett en 88 þeirra voru á aldrinum tólf til fimm­tán ára.

„Það er ekki vitað til þess að nokkur hætta fylgi því þegar bólu­efni eru geymd fram yfir þann tíma sem mælt er með notkun þeirra og sam­kvæmt bráða­birgða­út­tekt veita þau vernd gegn Co­vid-19. Við höfum hins vegar haft sam­band við Pfizer til að fá úr því skorið hvort lengri geymslu­tími hafi ein­hver á­hrif á bólu­efnið, sem hefði í för með sér að bólu­setja þurfi aftur,“ segir Magnus Johans­son yfir­maður bólu­setninga í Sörm­land í sam­tali við sænska ríkis­út­varpið SVT.

Búið er að gefa fjór­tán milljónir skammta bólu­efnis í Sví­þjóð og eru 6,72 milljónir Svía nú full­bólu­settir. Það jafn­gildir um 68 prósentum íbúa yfir 18 ára aldri.