Enn eru í gildi miklar takmarkanir á ferðalögum fólks frá Íslandi í fimm löndum heimsins vegna Covid-19. Þeirra á meðal eru Kína og Úkraínu.

Í Taívan, Hong Kong, Mið-Afríkulýðveldinu og í Makaó þarf ferðafólk frá Íslandi að fara í Covid-próf og sóttkví við komuna til landsins. Í 42 löndum þarf ferðafólk að undirgangast Covid-próf við komuna en sóttkví er ekki skylda, þar á meðal eru Venesúela og Ísrael.

Algengast er að allar takmarkanir séu fallnar úr gildi á landamærum, en það á við um 159 lönd. Þar þarf ekki að undirgangast Covid-próf og í flestum tilfellum þarf ekki að sýna bólusetningarvottorð. Ferðafólk sem ferðast til dæmis til Bandaríkjanna og Japan frá Íslandi þarf að sýna bólusetningarvottorð og er ferðafólki alltaf ráðlagt að kynna sér reglur þess lands sem ferðast er til fyrir brottför.

Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir.
Fréttablaðið/ValgarðurGíslason

Guðrúnu Aspelund sóttvarnalæknir segir bólusetningarvottorð gilda, samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins, í níu mánuði eftir grunnbólusetningu en eftir örvunarskammt lengist gildistíminn ótímabundið. Hún bendir á að ekki krefjist mörg lönd framvísunar vottorða og að reglugerð Evrópusambandsins um bólusetningarvottorð hafi verið framlengd þar til í júní á næsta ári.

„Hvað tekur við þá er ekki ákveðið. Þá geta lönd verið með sínar eigin reglur hvað varðar hvort krafist er örvunarskammts og varðandi gildistíma, sérstaklega lönd utan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Guðrún.