Í dag klukkan 10:00 var dregið í handa­hófs­kennda bólu­setningu fyrir ár­ganga 1975 til 2005.

Svona voru ár­gangar dregnir út:

Vika 23: 7. - 12. júní

1979 karlar

1984 konur

1993 karlar

1978 konur

1992 karlar

1998 konur

1983 karlar

1986 konur

1984 karlar

2000 konur

2003 karlar

1981 konur

1977 karlar

1980 konur

1997 karlar

2004 konur

1985 karlar

1988 konur

  • Vika 24: 14. - 19. júní

1976 karlar

1977 konur

2000 karlar

2001 konur

1988 karlar

2002 konur

1986 karlar

1993 konur

1994 karlar

1976 konur

2002 karlar

1979 konur

1981 karlar

1997 konur

2001 karlar

2003 konur

1996 karlar

1992 konur

  • Vika 25: 21. - 26. júní

2005 karlar

2005 konur

1982 karlar

1989 konur

1991 karlar

1987 konur

1989 karlar

1994 konur

1980 karlar

1990 konur

1998 karlar

1995 konur

2004 karlar

1999 konur

1995 karlar

1991 konur

1990 karlar

1985 konur

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hófust á þriðjudaginn

Bólu­setningar af handa­hófi hófust á þriðju­daginn síðast­liðinn. Þá voru karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 dregnar út. Í kjöl­farið voru karlar fæddir 1987 og 1978 einnig dregnir út, auk kvenna fædda 1996 og 1983.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bóluestningaráætlunin sé óstaðfest. Bóluskammtarnir séu ekki til, planið geti hliðrast til en vonandi náist að bólusetja eftir þessari áætlun.

Að loknum drætti segir Ragnheiður að viðkomandi sé með strikamerki og eigi rétt á að koma í bólusetningu næst þegar unnið er með sama efni ef viðkomandi missi af. Vikuplön eru sett inn á heilsugaeslan.is. Viðkomandi getur komið næsta dag þegar unnið er með sama efni, en ekki er hægt að hafna bóluefninu sem viðkomandi er boðið.

Ragnheiður segir að vel hafi gengið í síðustu viku. Vonir séu bundnar við að með þessu fyrirkomulagi upplifi fólk að það viti hvar það er statt og geti undirbúið sig. Þá bætir Ragnheiður því við, vegna umræðu um þá sem ekki eru með merkt kyn, að þeir einstaklingar séu þrátt fyrir það í skránni. Mismunandi séu hvar þeir einstaklingar lendi í hópi blárra eða bleikra miða en allir fái boð. Það fari eftir ártalinu 1955, en allar konur yngri en það fá boð um MRNA bóluefni, það er Pfizer eða Moderna en ekki AstraSeneca.