Yfir­völd í Ör­ebro í Sví­þjóð töldu sig hafa fundið góða leið til að fá yngra fólk til að mæta í bólu­setningu gegn Co­vid-19 með svo­kölluðu bólu­setningar­diskó. Þar spilaði plötu­snúður fyrir þau sem komu í bólu­setningu undir glitrandi diskó­kúlu.

Diskóið, sem átti að vera létt og skemmti­leg leið til að fá ung­menni í bólu­setningu, heyrir nú sögunni til. „Við vildum gera þetta að­eins skemmti­legra og minna dramatískt,“ sagði Anki Ols­son, einn skipu­leggj­enda þess, í sam­tali við SVT.

Þessi hug­­mynd lagðist afar illa í suma net­verja, einkum úr röðum þeirra sem eru and­­snúnir bólu­­setningum og höfðu margir þeirra uppi hótanir.

„Hætt hefur verið við diskóbólu­setninguna eftir harðar á­rásir á sam­fé­lags­miðlum. Lög­reglu hefur verið gert við­vart og aukið verður við gæslu við venju­bundnar bólu­setningar,“ segir í yfir­lýsingu frá Ör­ebro-sýslu.

Þetta stað­festir Inger Nordin Ols­son, yfir­maður bólu­setninga í Ör­ebro. „Það voru margir, einkum úr röðum svo­kallaðra „and­stæðinga bólu­setninga“ sem settu spurningar­merki við þetta og þetta fór stig­vaxandi á sam­fé­lags­miðlum. Þar sem mark­mið okkar og til­gangur með þessu var vé­fengdur, var mér aug­ljóst að ég þurfti að bregðast við,“ segir hún við Afton­bladet.

Plötu­snúðar hafa nokkrum sinnum þeytt skífum við bólu­setningar í Laugar­dals­höll og það al­mennt lagst vel í fólk.