Heil­brigðis­ráðu­neytið í sam­vinnu við sótt­varna­lækni hefur út­búið bólu­setningar­daga­tal vegna CO­VID-19, miðað við fyrir­liggjandi upp­lýsingar um af­hendingu bólu­efna og á­ætlanir þar að lútandi. Daga­talinu er ætlað að gefa fólki vís­bendingu um hve­nær lík­legt er að bólu­setning hefjist í ein­stökum for­gangs­hópum.

Daga­talið er birt með fyrir­vara, enda að hluta til um á­ætlun að ræða sem mun taka breytingum. Gangi for­sendur eftir lýkur bólu­setningu gegn CO­VID-19 hér á landi fyrir lok júní næst­komandi.

Þrjú bólu­efni eru með markaðs­leyfi og í notkun hér á landi. Þetta eru bólu­efni Pfizer, AstraZene­ca og Moderna. Fyrir liggur stað­fest á­ætlun um af­hendingu þessara lyfja til loka mars. Þá liggur einnig fyrir að þessir fram­leið­endur á­forma að hafa fyrir lok júní af­hent bólu­efni fyrir sam­tals 190.000 ein­stak­linga.

Samningar við Curavac og Janssen í höfn

Á grund­velli Evrópu­sam­starfs hefur Ís­land gert samninga um kaup á Cura­vac og Jans­sen til við­bótar þeim þremur efnum sem þegar eru komin með markaðs­leyfi. Þá er Evrópu­sam­bandið að ljúka samningi um bólu­efni Nova­vax sem Ís­land fær hlut­deild í.

Öll þessi lyf eru komin í á­fanga­mat hjá Evrópsku lyfja­stofnuninni og þess vænst að þau fái markaðs­leyfi innan tíðar. Í samningum um þessi bólu­efni kemur fram hve mikið þau á­ætla að geta af­hent á öðrum árs­fjórðungi, þ.e. fyrir lok júní.

Bólu­setningar­daga­talið tekur mið af þessum upp­lýsingum en gögn hvað þetta varðar eru birt með fyrir­vara um að markaðs­leyfi liggja ekki fyrir og stað­festar af­hendingar­á­ætlanir ekki heldur.

Heil­brigðis­ráðu­neytið í sam­vinnu við sótt­varna­lækni mun upp­færa bólu­setningar­daga­tal eftir því sem bólu­setningunni vindur fram og eftir því sem nýjar upp­lýsingar berast um bólu­efni og af­hendingu þeirra.