Rífandi gangur er í bólu­setningum gegn CO­VID-19 í Bret­landi. Í dag náðist sá á­fangi að 30 milljónir Breta hafa nú að minnsta kosti fengið fyrri skammtinn af bólu­efni. Þetta jafn­gildir 57% allra full­orðinna á Bret­lands­eyjum.

Breska blaðið Guar­dian greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur fram að rétt rúm­lega 3,5 milljónir manna hafi fengið seinni sprautuna, eða um 6% allra full­orðinna. Segja bresk heil­brigðis­yfir­völd að þau séu á á­ætlun með það mark­mið að allir eldri en 50 ára verði komnir með fyrri skammtinn fyrir 15. apríl næst­komandi.

Matt Hancock, heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands, fagnaði góðum þessum á­fanga í dag og sagði að bólu­setningin væri leið Breta út úr far­aldrinum. Hvatti hann lands­menn sem fá boð í bólu­setningu að mæta og þiggja bólu­efni.