Í­búum höfuð­borgar­svæðisins, 60 ára og eldri, verður boðið upp á fjórða skammtinn af bólu­efni við Co­vid-19 í Laugar­dals­höll frá og með morgun­deginum.

Bólu­sett verður milli klukkan 11 og 15 alla virka daga frá þriðju­deginum 27. septem­ber til föstu­dagsins 7. októ­ber og eru allir sem geta hvattir til að mæta, að því er fram kemur í til­kynningu frá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins.

Sam­hliða örvunar­bólu­setningu við Co­vid-19 verður boðið upp á bólu­setningu við in­flúensu fyrir þá sem vilja.

„Fjórir mánuðir þurfa að hafa liðið frá því ein­stak­lingur fékk þriðja skammt af bólu­efni. Notast verður við nýja út­gáfu af bólu­efni við Co­vid-19 og verður því ekki boðið upp á grunn bólu­setningu fyrir þá sem ekki hafa verið bólu­settir áður. Fólk er vin­sam­legast beðið um að mæta í stutt­erma­bol innst klæða til að auð­velda bólu­setningu,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir enn fremur að heil­brigðis­stofnanir utan höfuð­borgar­svæðisins muni annast bólu­setningar fyrir sína skjól­stæðinga.

Þegar bólu­setningar­á­taki 60 ára og eldri verður lokið er stefnt að því að bjóða yngri en 60 ára sem vilja örvunar­skammt upp á bólu­setningu á heilsu­gæslu­stöðvum. Þar verður einnig boðið upp á bólu­setningu við in­flúensu á sama tíma fyrir þau sem það vilja.

Upp­lýsingar um auka­verkanir vegna Co­vid-19 bólu­setningar er að finna á vefnum co­vid.is.