Bólu­setningar vegna CO­VID-19 hafa nú verið færðar til heilsu­gæslu­stöðva á höfuð­borgar­svæðinu og því ekki lengur bólu­sett í Laugar­dals­höll.

Í til­kynningu frá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins kkemur fram að á heilsu­gæslu­stöðvunum verði bæði hægt að fá grunn­bólu­setningar fyrir alla 5 ára og eldri og örvunar­bólu­setningar fyrir 16 ára og eldri. Til að fá örvunar­bólu­setningu þurfa fjórir mánuðir eða meira að hafa liðið frá seinni skammti grunn­bólu­setningar.

Bent er á að þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu heilsu­gæslu­stöðvanna þurfi að bóka tíma á Mínum síðum á vefnum Heilsu­vera.is. For­eldrar og for­ræðis­aðilar geta bókað tíma fyrir börn 15 ára og yngri. Þau sem ekki eru með raf­ræn skil­ríki geta hringt beint í sína heilsu­gæslu­stöð til að bóka tíma í bólu­setningu.

„Ekki verður bólu­sett alla daga á öllum heilsu­gæslu­stöðvum. Til að nýta bólu­efnið sem best verður bólu­sett á á­kveðnum dögum á hverri stöð. Stefnt er á að nota ein­göngu bólu­efni frá Pfizer. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu heilsu­gæslunnar, hvorki fyrir komu né fyrir bólu­efnið sjálft.“

Haft er eftir Ragn­heiði Ósk Er­lends­dóttur, fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, að vel hafi gengið að bólu­setja í Laugar­dals­höll.

„Nú virðist sem flestir sem ætla að þiggja bólu­setningu séu búnir að koma til okkar svo það hentar vel að færa þessa starf­semi inn á heilsu­gæslu­stöðvarnar,“ segir Ragn­heiður.

Hægt er að fá nánari upp­lýsingar um þessa þjónustu á net­spjallinu á vefnum Heilsu­vera.is. Einnig er hægt að hringja í Upp­lýsinga­mið­stöð heilsu­gæslunnar alla daga milli 8 og 22 í síma 513 1700 eða hafa sam­band beint við næstu heilsu­gæslu­stöð.