Bólu­setningar munu ekki nægja til að stöðva nú­verandi bylgu CO­VID-19 far­aldursins í Banda­ríkjunum, sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rann­sóknar vísinda­manna við Há­skólann í Reykja­vík sem birt var í vísinda­tíma­ritinu Nature Scientific Reports í dag. Anna Sig­ríður Is­lind og María Óskars­dóttir, lektorar í tölvunar­fræði við Há­skólann í Reykja­vík, unnu að rann­sókninni á­samt vísinda­mönnum við Há­skólann í Lyon, Há­skóla Suður Dan­merkur og Federico II Há­skólann í Napolí.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sóknarinnar er nauð­syn­legt að við­halda á­fram ströngum sótt­varnar­reglum, svo sem fjar­lægðar­tak­mörkunum milli fólks og grímu­notkun, til að stöðva far­aldurinn og koma í veg fyrir fleiri bylgjur.

„Það er ekki bara það að bólu­setja alla sem er það mikil­vægasta heldur erum við að sjá það aftur og aftur hversu gríðar­lega mikil­vægt það er að passa sig,“ segir Anna Sig­ríður Is­lind.

Í rann­sókninni voru gögn um flug­ferðir innan Banda­ríkjanna sett inn í stærð­fræði­líkan sem smíðað var til að spá fyrir um fram­gang far­aldursins. Gögnin nýtast sem al­mennur mæli­kvarði á ferða­lög og virkni fólks. Flug­um­ferðar­gögnin komu frá Open­Sky, sam­starfs­neti aðila í flug­geiranum sem hefur opnað fyrir að­gang vísinda­manna að flug­um­ferðar­gögnum um allan heim. Stærð­fræði­líkanið, sem smíðað var af er­lendum með­höfundum greinarinnar, var notað til að spá fyrir um aðra bylgju far­aldursins í Banda­ríkjum. Það var nú prófað og stillt með raun­upp­lýsingum um fyrstu bylgjuna og síðan matað með flug­um­ferðar­gögnunum.

„Við byrjuðum þessa greiningu í októ­ber og erum búin að vinna hana þétt síðan. Við reyndum að spá fyrir um hversu mikil hröðun væri á bólu­setningum en svo notuðum við raun­gögn og þegar við settum þau inn þá sáum við að módelið okkar heldur jafn­vel betur. Það sem við sáum er að það var bara hrein­lega ekki nægur hraði í bólu­setningunum í Banda­ríkjunum til þess að hafa veru­leg á­hrif á bylgjuna. Bólu­setningarnar hafa ekki á­hrif fyrr en seinna sem er líka það sem við erum að sjá núna með Daða og Gagna­magnið, þau fá bólu­setningu og fara svo út og smitast,“ segir Anna Sig­ríður.

Anna Sigríður segir rannsóknina sýna skýrt að það þurfi að fara varlega í opnun landamærana.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ís­land ekki nógu stórt fyrir svona rann­sókn

Að­spurð um hvort rann­sóknin hafi að ein­hverju leyti tekið til­lit til þróun far­aldursins hér á landi segir Anna Sig­ríður að erfitt sé að gera sam­bæri­lega rann­sókn á svo litlu landi.

„Það er aðal­lega út af því að Ís­land er bara ekki stærra en það er, jafn­vel þó að við séum stórasta land í heimi. Ný smit hér eru ekki nægi­lega mörg til þess að vera á­reiðan­leg í svona módeli en hins vegar ef við horfum á Ís­land núna þá er loks kominn al­vöru hraði í bólu­setningarnar síðast­liðnar vikur.“

Hún segir niður­stöður rann­sóknarinnar sýna það svart á hvítu hversu mikil­vægt það er að við­halda ströngum sótt­varnar­reglum á landa­mærunum, því það sé einna helst í gegnum flug­sam­göngur sem ný smit breiðast út.

„Af því við erum að nota þessi flugg­ögn sem sýna okkur hvernig smitin breiðast út, þá myndi ég fara var­lega í að af­létta því sem við erum með á landa­mærunum, mér finnst það vera aðal málið. Það sem við sjáum er að smitin breiðast ekki jafn hratt út ef flugin eru ekki jafn al­geng. Við sjáum það úti í Banda­ríkjunum svart á hvítu í gögnunum okkar. Það er þegar fólk er að færa sig á milli fylkja sem þessi hraða út­breiðsla verður. Þannig að ég myndi segja að við getum alveg af­létt grímu­skyldu hér fyrir okkur en við ættum al­gjör­lega að fara var­lega í þetta með landa­mærin. Það sem er kannski mikil­vægasti punkturinn í okkar grein er hversu mikil­vægt það er að passa flugin,“ segir Anna Sig­ríður.

Vinna að fram­halds­rann­sókn um Evrópu

Anna Sig­ríður og María Óskars­dóttir vinna nú að fram­halds­rann­sókn þar sem þau nota sama módel en byggja nú á raun­tíma­gögnum frá Evrópu­löndum.

„Það sem er eigin­lega það magnaða í okkar grein er að við erum bara að nota opin gögn. Við erum bara að nota þessi opnu gagna­sett sem er hægt að nálgast á netinu. Flestir hafa verið að nota sjúkra­skrár og eitt­hvað þannig en við erum í staðinn að nota opin gögn, svo sem flugg­ögn, til að sjá hvernig út­breiðslan í Banda­ríkjunum raun­veru­lega var,“ segir Anna Sig­ríður.

Hún segir að þær María séu nú að undir­búa aðra vísinda­grein í sam­starfi við kollega sína í Lyon og Dan­mörku sem muni skoða þau á­hrif sem bólu­setningar hafa á þróun far­aldursins í Evrópu.

„Það er á­fram­hald á því ná­kvæm­lega hvernig bólu­setningar hafa haft á­hrif og hvernig mis­munandi strategíur fyrir þær hafa haft á­hrif í mis­munandi löndum. Flestir eru að bólu­setja þá elstu fyrst en sumir eru með meira slembi­úr­tak eins og við Ís­lendingar erum komin í. Önnur lönd eru að bólu­setja fyrr þá sem eru mikið á ferð í þjóð­fé­laginu, þá sem geta verið svo­kallaðir super­sprea­ders,“ segir Anna Sig­ríður að lokum.