Bólu­setningar barna hefjast í Laugar­dals­höll klukkan 10 en þá verða börn fædd 2006 og 2007 bólu­sett með bólu­efni Pfizer/BioN­Tech. Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólu­sett.

Á vef Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins kemur fram að for­ráða­menn séu beðnir um að fylgja börnum sínum sam­kvæmt skipu­lagi sem nálgast má hér. Þá eru for­eldrar hvattir til að ræða við börn sín um bólu­setninguna og allir séu sam­mála áður en mætt er á staðinn.

Börn sem hafa fengið CO­VID-19 geta komið og fengið einn skammt ef meira en þrír mánuðir eru liðnir frá greiningu. Börnum í 7. bekk, sem verða 12 ára eftir 1. septem­ber, býðst bólu­setning síðar í haust.