Neyðar­nefnd Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar, WHO, í heil­brigðis­málum fundaði í dag um stöðu mála vegna CO­VID-19 en meðal þess sem rætt var á fundinum voru bólu­setningar gegn CO­VID-19. Nefndin leggur mikla á­herslu á jafn­ræði í bólu­setningum en margar þjóðir hafa tak­markað að­gengi að bólu­efnum.

Í ljósi að­gengis­leysis og tak­markaðs fram­boðs innan á­kveðinna landa hefur nefndin beint því til þjóða að krefjast ekki bólu­setningar­vott­orða fyrir ferða­lög en slík vott­orð eru nú notuð víða. Að mati nefndarinnar á bólu­setning ekki að vera eina skil­yrðið fyrir ferða­lög milli landa.

„Með­lima­ríki ættu að í­huga nálgun sem byggist á á­hættu­mati sem ein­faldar ferða­lög milli landa með því að af­létta tak­mörkunum, til að mynda reglum um sýna­tökur og/eða sótt­kví, þegar það er við hæfi, í sam­ræmi við til­mæli WHO,“ segir í fundar­gerð nefndarinnar.

Þá í­trekaði nefndin á­kall WHO um að fyrir septem­ber verði búið að bólu­setja að minnsta kosti 10 prósent lands­manna í öllum löndum. Slíkt sé mikil­vægt til að ýta undir sam­stöðu og ættu vel stæð lönd, sem hafa þegar bólu­sett sína við­kvæmustu hópa, að deila sínum skömmtum með öðrum löndum.

Frá upp­hafi far­aldursins hafa tæp­lega 188,6 milljón til­felli CO­VID-19 smits verið skráð í heiminum og hafa rúm­lega fjögur milljón and­lát verið skráð, þó óttast sé að þau séu mun fleiri í raun. Bólusetningu vindur mishratt áfram en í heildina hafa rúmlega 3,52 milljarðar skammta verið gefnir.