Ísraelum gengur nú best að bólu­setja gegn CO­VID-19 en alls hafa rúm­lega milljón manns verið bólu­settir þar í landi. Sam­kvæmt lista Ox­ford há­skóla og ourworldindata.org hafa Ísraelar nú bólu­sett 11,55 af hverjum 100 í­búum en gera má ráð fyrir að um sé að ræða fyrsta skammt í flestum til­fellum.

Næst á eftir Ísrael kemur Bahrain sem hefur bólu­sett 3,49 af hverjum 100 í­búum. Því næst kemur Skot­land, með 1,69 a hverjum 100, og síðan Bret­land, með 1,47 af hverjum 100. Ís­land vermir síðan fjórða sætið þar sem 1,43 af hverjum 100 í­búum hafa verið bólu­settir.

Banda­ríkin náðu aftur á móti ekki mark­miði sínu um að bólu­setja 20 milljón manns fyrir lok 2020 en að­eins 2,78 milljón manns höfðu fengið bólu­efni fyrir 30. desember 2020, eða 0,84 af hverjum 100 í­búum. At­hygli vekur síðan að Frakkar hafa að­eins bólu­sett ör­fáa ein­stak­linga.

Reyna að bólusetja sem flesta sem fyrst

Fjöl­margar þjóðir heims hafa nú hafið bólu­setningu gegn CO­VID-19 en mis­jafnt er eftir löndum hvaða bólu­efni hefur verið sam­þykkt. Ísraelar hófu bólu­setningar þann 19. desember með bólu­efni Pfizer og BioN­Tech.

Í Bret­landi var bólu­efni Pfizer og BioN­Tech sam­þykkt í byrjun desember og bólu­efni AstraZene­ca sam­þykkt í lok desember. Í Banda­ríkjunum hefur bólu­efni Pfizer og BioN­Tech og bólu­efni Moderna verið sam­þykkt. Evrópu­sam­bandið hefur að­eins sam­þykkt bólu­efni Pfizer.

Eins og staðan er í dag hafa fleiri en 84 milljón til­felli kóróna­veiru­smits verið stað­fest á heims­vísu og rúm­lega 1,83 milljón manns látist eftir að hafa smitast. Flestar þjóðir heims vonast til þess að hægt verði að bólu­setja flesta fyrir lok fyrsta árs­fjórðungs 2021.