Í þessari viku hefst bólu­setning ár­ganga sem dregnir voru í potti í síðustu viku. Í vikunni verður bólu­sett með þremur bólu­efnum og lokið við bólu­setningu skóla­starfs­fólk er kemur fram í Morgun­blaðinu.

Ár­gangarnir sem verða bólu­settir í þessari viku eru: 1979 karlar, 1984 konur, 1993 karlar, 1978 konur, 1992 karlar, 1998 konur, 1983 karlar, 1986 konur, 1984 karlar, 2000 konur, 2003 karlar, 1981 konur, 1977 karlar, 1980 konur, 1997 karlar, 2004 konur, 1985 karlar og svo 1988 konur.

Fram kom í síðustu viku þegar dregið var að á­ætlun bólu­efna væri ó­stað­fest og því getur verið stutt á milli þess að fólk fái boðun og að það þurfi að mæta. Fólk þarf að vera við­búið því.