Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varnar­læknir og Már Kristjáns­son, yfir­maður smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítalans, segja góða þátt­töku í bólu­setningu hér á landi for­sendu þess að Ís­lendingar komist út úr heims­far­aldri CO­VID-19. Þetta kom fram á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna.

Þar var Þór­ólfur spurður að því hvernig yfir­völd hyggðust kynna bólu­efni þegar það kæmi hingað til lands. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sagði frá því í síðustu viku að hann hyggðist ekki þyggja bólu­setningu.

Þór­ólfur segir að undir­búningur á kynningu á bólu­efni og hvernig henni verði háttað standi nú yfir. Hann bendir á að 95 prósent Ís­lendinga séu já­kvæðir í garð bólu­efnis sam­kvæmt skoðana­könnunum.

„Það er samt sem áður á­hyggju­efni ef það kemur upp að menn fari að líta á þetta bólu­efni sem stór­hættu­legt. Það skiptir máli að bera saman af­leiðingar þessa sjúk­dóms við af­leiðingar bólu­efnisins. Við höfum upp­lýsingar um af­leiðingar fyrir tug­þúsundir manna af veirunni,“ segir Þór­ólfur.

„Ég held að menn muni sjá mjög fljótt að á­hættan við að fá bólu­setningu er senni­lega marg­falt marg­falt minni heldur en af CO­VID-19 sýkingunni. Þetta eigum við eftir að draga fram og skýra,“ segir hann. Hann segir það koma sér á ó­vart hve hátt hlut­fall Svía séu tor­tryggnir í garð bólu­efnis.

Veiran hafi í för með sér lang­tíma­af­leiðingar

Már segir að sé horft á dánar­tíðni sýkingarinnar á heims­vísu, þar sem tekið sé mið af dánar­tíðni í ein­staka aldurs­hópum, sé ljóst að um sé að ræða lífs­hættu­lega veiru.

„Í öðru lagi er ýmis­legt sem bendir til þess að fólk hafi lang­tíma­af­leiðingar. Við höfum séð það á miðlunum en getum sagt að það eru vís­bendingar í rann­sóknum um að þetta hafi lang­tíma­af­leiðingar. Mjög brýnt að ef ekki koma fram al­menn vand­kvæði að hér verði bólu­setningar öllum til hags­bóta.“

Þór­ólfur segir bráð­nauð­syn­legt að ná góðri þátt­töku í bólu­setningu hér á landi til að koma lífinu í eðli­legan far­veg. „Þetta verður al­gjör­lega lykillinn í að koma okkur úr þessum heims­far­aldri.“